Norskur læknir ákærður fyrir nauðganir á 88 sjúklingum

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í vikunni var héraðslæknir í litlu byggðinni Frosta, norður af Þrándheimi í Noregi, ákærður fyrir nauðganir gegn 88 konum. Konurnar voru sjúklingar mannsins og við þær aðstæður tók hann yfir sex þúsund klukkustundir af myndefni af konunum. Við ræðum málið við Henning Levold fréttamann NRK og heyrum lýsingar af samfélaginu frá Rósbjörgu Rósenberg sem bjó í Frosta fyrir skömmu.