Líf Grindvíkinga hverfist um bílferðir

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Grindvíkingar lýsa því margir að dagar þeirra líði að mestu í bíl um þessar mundir. Hjá stórum fjölskyldum er skutlið milli vinnu, skóla, frístunda og gististaða orðið ansi tímafrekt. Í þessum þætti fer Þóra Tómasdóttir á rúntinn með Rannveigu Jónínu Guðmundsdóttur sem þekkir þetta af eigin raun. Hún lýsir lífinu á hrakhólum, langþreytu og öryggisleysi eftir náttúruhamfarir undanfarinna vikna.