Konur í íslenskum fangelsum
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Tíu konur afplána dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta prósent til rúmlega ellefu. Það var í kring um fimm prósent fyrir um tíu árum síðan. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Dómarnir sem konurnar hlutu eru misþungir, allt frá níu mánaða fangelsisvist og upp í 16 ár. Fjórar eru íslenskar og sex erlendar. Auk þeirra sátu í vikunni fjórar konur í gæsluvarðhaldi, allt útlenskar. Umboðsmaður Alþingis segir í nýrri skýrslu að mögulega sé tilefni til að taka ólíka stöðu karla og kvenna í fangelsum landsins til skoðunar og veltir upp þeirri spurningum hvort það sé sanngjarnt að betri úrræði, eins og Kvíabryggja, séu einungis í boði fyrir karla. Fangelsismálastjóri segir skorta úrræði fyrir konur. Viðamikil íslensk rannsókn síðan í fyrra varpar skýru ljósi á aðstæður kvenna í fangelsum og segja rannsakendur að konum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur af yfirvöldum. Þetta helst fjallaði um konur í fangelsum í dag.