Kokkurinn fallinn
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Jevgení Prígósjin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins í Rússlandi, er víst allur. Hann er sagður hafa verið um borð í flugvél sem fórst í gær. Þið takið kannski eftir því hvernig ég orða þetta, ætli maður verði ekki að taka öllu með fyrirvara sem kemur úr austrinu, sérstaklega þegar það varðar mann sem Vladímír Pútín rússlandsforseti hefur sakað um landráð, föðurlandssvik og annað miskræsilegt. En í kring um klukkan fimm í gær kom tilkynning frá BBC um að hann hefði verið um borð í 10 manna flugvél sem fórst. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn. Aukaefni: Vikulokin, Heimskviður, kvöldfréttir.