Íslensku Michelin-stjörnurnar

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Ísland getur nú státað sig af tveimur veitingastöðum sem bera Michelin-stjörnu og eru þar með í hópi tæplega þrjú þúsund veitingastaða um allan heim. Langflestir staðirnir eru, eðli málsins samkvæmt, í Frakklandi en stjörnunum hefur verið að fjölga á Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Norðurlöndin eru sögð brautryðjendur í sjálfbærri matargerð og slík viðurkenning var veitt hérlendum veitingastað við hátíðlega athöfn í Noregi í vikunni. En hvaða kröfur þurfa veitingastaðir að uppfylla til að fá þessar eftirsóttu stjörnur, þó ekki sé nema bara eina? Hvers vegna vilja sumir staðir ekki sjá þessar stjörnur og hvernig getur franskur dekkjaframleiðandi haft eitthvert vit á góðum mat? Þetta helst skoðaði Michelin-leiðarvísinn, upphaf hans og þróun undanfarna áratugi.