Hvernig á að stöðva stríðið? seinni hluti
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Hvernig standa íslensk stjórnvöld sig í að þrýsta á að stríð Ísraels og Palestínu taki enda? Er Ísland málsvari friðar á alþjóðavettvangi? Hvaða máli skipta alþjóðalög í þessu grimmilega stríði og af hverju tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að farið sé eftir þeim? Hvaða úrræði eru til að hjálpa fólki í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Breytir það einhverju að setja fjármagn í mannúðaraðstoð? Og hvaða mannúðarsamtök er þá gagnlegt að styrkja? Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands og Lára Jónasdóttir friðar- og átakafræðingur reyna að svara þessum flóknum spurningum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.