Hver er nýjasti húsráðandi í Downingsstræti 10?
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Mary Elizabeth Truss verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Truss er þingmaður fyrir Suðvestur Norfolk, hún er utanríkisráðherra, ráðherra kvenna og jafnréttis. Leiðtogi Íhaldsflokksins. Þetta er sumsé lýsingin á Twitterreikningnum hennar. Hún ætlar að leggja fram efnahagsáætlun sem á að taka á verðbólgu, yfirvofandi efnahagslægð og síversnanadi efnahag almennings. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakar hana um að vera ekki í tengslum við raunveruleikann og ekki standa með hinum vinnandi stéttum. Truss sigraði Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, í atkvæðagreiðslu um leiðtogasætið og hlaut hún 57% greiddra atkvæða. Breskir veðbankar spáðu Truss á sunnudag 97 prósenta líkum á sigri og það varð svo raunin í gær. In Liz we Truss, LT - Low Tax, Liz for LEader. Þetta eru dæmi um orðaleikina á skiltum stuðningsmanna Liz, sem eru þó ekki eins skemmtilegir á íslensku. Við treystum Liz, lægri skattar og Liz í leiðtogann. Truss boðar harðan hægri boðskap. Hún ætlar að lækka skatta með lánsfé. Liz Truss er á dagskrá Þetta helst í dag.