Hvað þýðir yfirlýsing um neyðarástand í loftslagsmálum?

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Það ríkir einhvers konar neyðarástand í loftslagsmálum, um það erum við flest sammála um. Loftslagsbreytingar eru farnar að bíta. Hitabylgjur, flóð, dauði heilu tegundanna, skógareldar, hungursneið og uppskerubrestir eru farin að verða nánast daglegur fréttamatur - út af loftslagsbreytingum. Við erum á góðri leið með að eyðileggja heimili okkar og við höfum líka vitað það í langan tíma. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið eru á þessari skoðun og allir eru að reyna að bregðast við. 39 lönd hafa nú þegar formlega lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála. Evrópuþingið hefur gert það sömuleiðis og Evrópusambandið hálfpartinn líka. En ekki Ísland. Af hverju ætli það sé? Og þau eru mörg ósátt við það - þá kannski sérstaklega íslenskir náttúruverndarsinnar og þeirra á meðal er Björk, sem er ekki bara ósátt heldur segir hún að forsætisráðherra hafi svikið samkomulag þeirra á milli með því að lýsa ekki yfir neyðarástandi. En hvað þýðir það eiginlega að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum? Þetta helst reyndi að svara því.