Hundrað kíló af kókaíni

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Kókaín, og stór og smá mál því tengdu, eru á dagskrá Þetta helst í dag. Íslensk lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands í gegn um Sundahöfn og er þetta lang, lang mesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál sem snerist um 16. Og nú í vikunni tilkynnti lögreglan nýjasta og langstærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Hundrað kíló af tiltölulega hreinu efni, falið vandlega í gámi. Fjórir eru í haldi, ekki góðkunningjar lögreglunnar, en eiga líklega töluverða fangelsisvist fyrir höndum verði þeir fundnir sekir. Götuverðið á efnunum getur hlaupið á milljörðum króna.