Hlustað á frambjóðendur og kjósendur tala saman

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Frambjóðendur stjórnmálaflokka verja nú dágóðum tíma í að hitta og tala við kjósendur. Kosið verður til Alþingis eftir rúmar tvær vikur. Á fimmtudaginn bauð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti frambjóðendum úr ölllum flokkum í heimsókn til að hitta nemendur skólans og ræða við þá um stjórnmálin. Þetta helst fór á samkomuna og fékk að vera með í samtölum nemendanna við frambjóðendur og spyrja nokkurra spurninga. Eftir þá heimsókn má eiginlega fullyrða að það eru húsnæðismálin og líka geðheilbrigðismálin sem eru efst í huga þeirra.