Hið alltumlykjandi njósnahagkerfi sem fáir sjá

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við þurfum að tala um njósnahagkerfið, stendur á heimasíðu Neytendasamtakanna. Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Það koma allskonar tímamót í lífinu. Og samfélagsmiðlar og okkar stafræna líf virðist fylgja. Fylgja tímamótunum, áformunum, lífsskeiðunum okkar. Jafnvel án þess að við verðum þess mikið vör. Tinderauglýsingar á Facebook á einhleypuskeiðinu. Barnavörur auglýstar á Instagram og Tik Tok þegar þungunarprófið er jákvætt. Golfbúðarauglýsingar þegar það fer að líða að ferðinni til Flórída og gömul mynd birtist á feedinu af ferðinni til Tene eftir að fjölskyldan rifjar upp herlegheitin yfir sunnudagssteikinni. En hvernig má það vera? Hvað vita snjalltækin um okkur og hvernig má koma í veg fyrir njósnaauglýsingar? Katrín Ásmundsdóttir ræðir við formann Neytendasamtakanna um njósnaauglýsingar í Þetta helst í dag.