Hamfarirnar á Hawaii
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Nýliðinn júlímánuður var sá heitasti sem mælst hefur. Hamfarahlýnun, eða hnattræn stiknun eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði ástandið í heiminum nýlega, er löngu farin að bíta. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Flest bendir til þess að eitt dæmið sé að birtast núna í ljósum logum paradísarinnar í Kyrrahafi, Hawaii, þar sem tala látinna er nú komin upp í 96 en mun hækka. Eldstormarnir á eyjunum eru alvarlegustu hamfarir sem dunið hafa á svæðinu frá upphafi. Stærsta borg ferðamannaparadísarinnar Maui er nú rústir einar, þúsundir eru heimilislausar og fólk er reitt. Stjórnvöld liggja undir ámæli fyrir léleg viðbrögð. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hamfarirnar á Hawaii í þessum fyrsta Helsti eftir sumarfrí.