Hálft ár af stríði í Úkraínu

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Það er 24. ágúst, þjóðhátíðardagur Úkraínu, og nákvæmlega hálft ár liðið frá því að Vladimir Putin Rússlandsforseti skipaði herliði sínu að ráðast inn í Úkraínu og hertaka landið. Á þessu hálfa ári hafa milljónir Úkraínubúa þurft að flýja heimili sín og land, leita sér skjóls í öðrum löndum og um alla Evrópu hafa flugvellir og lestarstöðvar fyllst af Úkraínumönnum á flótta undan þessu óskiljanlega stríði. Heimsmyndin breyttist nánast yfir þessa einu nótt 24. febrúar 2022. Þetta helst rifjar í dag upp fyrri þætti um stríðið í Úkraínu, annars vegar þegar Pútín réðst inn í landið og svo þegar þrír mánuðir voru liðnir af stríði. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, ræddi innrásina við þau Guðmund Björn Þorbjörnsson og Katrínu Ásmundsdóttur daginn eftir að stríðið hófst. Fyrir nákvæmlega hálfu ári síðan.