Grísinn sem felldi fölsunarmálið
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Ólafur Ingi Jónsson forvörður sá strax að verk sem eignað var Svavari Guðnasyni og selt á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í fyrra, væri falsað. Hann segir það gert frá grunni af fölsunum úr stóra fölsunarmálinu. Ólafur Ingi rekur sögu falsana á Svavari Guðnasyni og minnist verksins, Din islandske gris, sem felldi stóra fölsunarmálið fyrir Hæstarétti árið 2004.