Grindvísk fjölskylda undirbýr jól í útlegð

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í þessum þætti heimsækir Þóra Tómasdóttir grindvíska fjölskyldu sem undirbýr nú jólin í einskonar útlægð frá heimili sínu. Hjónin Lóa Kristín Ólafsdóttir og Bergur Hinriksson hafa komið sér fyrir ásamt sonum sínum tveimur, þeim Ara Berg 11 ára og Hinriki Hrafni 19 ára, í nýbyggingu í Garðabæ. Þar er lífið allt öðruvísi en í stóra húsinu þeirra í náttúruparadísinni í Grindavík. Þau bera sig vel, halda þétt hvert utanum annað og eru staðráðin í gera það besta úr aðstæðunum.