Gagnaverin sem fóðra símafíknina
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við erum öll sítengd. Það er okkar nýi veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri hönd líkamans. Þau eru fá augnablikin sem við erum ótengd, erum ekki í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni, vinnutölvunni, með snjallúrið á okkur, fyrir framan snjallsjónvarpið eða nettengd í gegnum spinninghjólið. En hvernig er það hægt? Hvernig getum við öll, eða flest, verið tengd öllum stundum, öll í einu? Mörg okkar kannast við að þurfa hafa snjallsímann alltaf innan seilingar. Jafnvel bara í hendi eða augsýn - svo að engar tilkynningar eða skilaboð fari nú framhjá okkur, með öllu því áreiti - meðvituðu eða ómeðvituðu - sem því fylgir. Og kannski vildu margir eyða minni tíma í símanum - og tapa sér síður í samfélagsmiðlaskrollinu rétt fyrir háttinn. En af hverju ætli þetta sé svona, hvers vegna er svona erfitt að leggja símann á hilluna? Við endurflytjum viðtal Katrínar Ásmundsdóttur og Guðmundar Björns Þorbjörnssonar við Kristjönu Björk Barðdal, tæknisérfræðing og þáttastjórnanda UT hlaðvarpsins Ský, síðan í apríl síðastliðnum, þar sem þau ræddu um vinsældir Íslands fyrir gagnaver og af hverju við erum háð símunum okkar.