Fyrstu tólf tímarnir í lífi yngsta og stærsta eldgossins

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi hófst öflug skjálftahrina við Sundhnúkagíga. Þetta gerðist allt svolítið skyndilega, en svo virðist sem fáir hafi kippt sér mikið upp við fregnirnar á þeim rúma klukkutíma sem það tók frá því að hrinan byrjaði þar til jörðin við Sundhnúkagíga rifnaði og hleypti upp alveg gífurlegu magni af kviku sem var búin að krauma undir yfirborðinu í langan, langan tíma. Þetta var hröð atburðarás sem leit í fyrstu alls ekki vel út, en eftir því sem líða tók á nóttina og morguninn sáum við að þetta stóra eldgos sem gaus upp úr rúmlega fjögurra kílómetra langri sprungu, virðist ekki ætla að verða það skrímsli sem fólk óttaðist í fyrstu.