Feðginin Alexander Dugin og Darya Dugina
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Á laugardagskvöldið 20. ágúst sprakk sprengja um borð í bifreið á ferð um fjörutíu kílómetra frá Moskvu. Ökumaður bílsins lét lífið. Hún hét Darya Dugina og var kunn sjónvarpskona í Rússlandi. Margt er enn á huldu um tilræðið þó rússnesk stjórnvöld fullyrði að úkraínska leyniþjónustan hafi verið að verki. Dugina ók í bíl föður síns, sem margir telja að sé líklegra að hafi verið skotmark árásarmanna, hverjir sem þeir eru. Faðir hennar, Alexander Dugin, hefur verið kallaður ?heili Pútíns? þar sem hugmyndafræði hans, greinar og bækur, hafi haft svo mikil áhrif á stefnu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Dugin hefur meðal annars árum saman kallað eftir því að Rússar ráðist inn í Úkraínu. Þetta helst fjallar um hugmyndir Dugins og morðið á dóttur hans.