Erfðamál og skipting eigna þarf ekki að vera höfuðverkur

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Erfðamál og skipting eigna getur verið eldfimt umræðuefni en Elín Sigrún Jónsdóttir hreinlega brennur fyrir að aðstoða fólk við nákvæmlega það. Hún er lögfræðingur með langa og víðtæka reynslu. Hún hefur rekið útfarastofu, unnið hjá lífeyrissjóði, við eignamiðlun og ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Eftir að hafa safnað í reynslubankann í nokkra áratugi, stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki.Hún leiðbeinir fólki við ráðstöfun eigna, gerir erfðaskrár, kaupmála og leitar leiða þegar deilur eru innan fjölskyldna.