Er Kamala Harris að toppa of snemma?

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Það sem fyrir mánuði síðan leit út fyrir að vera öruggt tap Joe Biden, og öruggur sigur Trumps í kapphlaupinu um forsetastólinn í Bandaríkjunum, hefur snúist í óvænta átt. Varaforsetaefni Harris, Tim Walz, virðist ganga fantavel að skapa stemningu fyrir framboði þeirra á meðan varaforsetaefni Trump, J.D. Vance, virðist ganga ögn verr að ná til almennings. Þóra Tómasdóttir ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.