Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra? (e)
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll. Þátturinn er síðan 4. ágúst 2022.