Byrjun baráttunnar um Bessastaði
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Þetta verður mikið kosningaár um allan heim. Það verður kosið til þings eða forseta í rosalega mörgum löndum, 65 nánar tiltekið, þriðjungi allra ríkja heimsins. Að sjálfsögðu látum við Íslendingar ekki okkar eftir liggja þar - við kjósum okkur forseta. Og það verður nýr forseti því fjölskyldan á Bessastöðum ætlar að flytja sig um set eftir átta ára búsetu þar. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist nú róa á önnur, eða gömul, mið, segja skilið við forsetaembættið og sinna fræðastörfum á ný. Og það leið ekki langur tími frá þeim fregnum að sætið yrði laust, þar til fyrstu vonbiðlarnir - frambjóðendurnir, létu á sér kræla. Það hefur nefnilega komið í ljós að embætti forseta Íslands er starf sem nokkuð margir telja eftirsóknarvert - og að þau eigi möguleika á að landa því. Sunna Valgerðardóttir fer yfir fyrstu lotu baráttunnar um Bessastaði í þætti dagsins.