Börn hjóla, fullorðnir hjóla ...en ungt fólk hjólar síst

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Þrátt fyrir að framhaldsskólar séu almennt smekkfullir af hraustu ungu fólki yfir skólaárið þá eru litlar líkur á að koma auga á framhaldsskólanema á hjóli. Aðeins um þrjú til fimm prósent framhaldsskólanema hjóla í skólann og hlutfallið er svipað krökkum í efstu bekkjum grunnskóla, unglingadeild, þrátt fyrir að í fyrsta til sjöunda bekk sé hjólið allsráðandi farartæki. Þórarinn Alvar Þórarinsson er íþróttafræðingur og sérfræðingur hjá ÍSÍ. Hann hefur skoðað tölfræði um hjólreiðar og rætt er um hjólreiðar framhaldsskólanema og ungs fólks í þættinum. Grunnskólabörn gera mikið af því að hjóla í skólann en eftir að komið er í gagnfræðaskóla er eins og hjólið endi inni í hjólageymslum. Í framhaldsskóla og háskóla er ólíklegt að hjólið drífi út úr geymslunni. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa það að markmiði að auka veg hjólreiða á næstu árum, meðal annars til að minnka álag á vegakerfið. Borgin hefur það að markmiði í hjólreiðaáætlun að fá tíu prósent framhaldsskólanema til að hjóla í skólann. Framhaldsskólanemar eru stór hópur, um eða yfir 23 þúsund manns, og álíka fjöldi stundar háskólanám hér á landi. Báðir þessir hópar fara í töluverðum mæli á bíl eða fá far með bíl á leið til og frá skóla, þótt margir noti auðvitað strætó. Mögulegt væri að taka upp hvatakerfi í framhaldsskólum sem yrði til þess að framhaldsskólanemar fengju einingar fyrir að hjóla í skólann. Eyrún Magnúsdóttir fjalla um hjólreiðar sem samgöngumáta í þættinum