Boris Johnson: Sagan, staðan og arfleifðin
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er búinn að segja af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann hættir sem forsætisráðherra í haust, þó að í þessu tilviki sé haust að einhverju leiti teygjanlegt hugtak. Johnson hefur stýrt Bretlandi í þrjú ár og er líklega einn litríkasti og umdeildasti stjórnmálamaður sem Bretland hefur átt. Það er mögulega eitt af því fáa sem er óumdeilanlegt þegar kemur að þessum undarlega og að því er virðist spillta, pólitíkus. En hver var þessi ungi maður sem virðist hafa ætlað að komast til valda alveg frá því að hann var lítill? Þegar hann var spurður að því sem ungur drengur hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór, sagðist hann vilja verða konungur heimsins. Hver verður arfleið hans þegar kemur að Bretlandi og bresku þjóðinni allri, sem sum segja að hafi hlotið varanlegan skaða eftir hans ár sem forsætisráðherra? Þetta helst er með tvo fróða og góða viðmælendur í dag, sá fyrri fer yfir málið í ljósi sögunnar og sá seinni í ljósi stöðunnar.