Bjarni og skógar til bjargar loftslaginu
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Íslenskir ræktaðir skógar hafa stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Bjarni Rúnarsson fjallar um íslenska skógrækt og framtíð hennar í þætti dagsins, sem áður var á dagskrá síðasta vetur.