Aðstaða og viðskipti bræðranna í FH
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Fyrirtæki fyrverandi formanns FH, Best hús, fékk tæpar 400 milljónir króna frá félaginu vegna byggingar knatthúss í Hafnarfirði. Hann heitir Jón Rúnar Halldórsson og var formaður FH frá 2005 til 2019. Bróðir Jóns, Viðar Halldórsson, er formaður FH og stýrði byggingaframkvæmdum og bókhaldinu þegar knatthúsið var byggt. Hann fékk greiddar tæpar 73 milljónir króna fyrir þetta. Hafnarfjarðarbær íhugar nú að kaupa knatthúsið og fékk Deloitte til að vinna greiningu á viðskiptunum með knatthúsið. Þar koma þessar upplýsingar fram. Fjallað er um þetta mál og fyrirtæki Jóns Rúnars og rætt við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson