Arentínski popúlistinn og hollenski kolleginn

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Hinn sextugi Geert Wilders ætlar að leiða Holland inn í breytta tíma eftir sigur í þingkosningunum á miðvikudag. Hann leiðir öfga-hægriflokkinn sem er kenndur við frelsi, er á móti íslam, vill Holland úr ESB og ætlar að reka harða innflytjendastefnu. Svipað er uppi á teningnum í Argentínu, þó að ekkert ESB sé til staðar til að ganga úr, en nýr forseti landsins, Javier Milei, ætlar að einkavæða nánast allt, leggja niður ríkisstofnanir og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur um þessa þróun popúlismans, sem endurspeglast í Bandaríkjunum og mun víðar í heiminum.