Alex Jones og málaferlin vegna Sandy Hook
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var nýverið dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í skotárásinni í Sandy Hook bætur. Jones hafði fullyrt ítrekað í þáttum sinum, sem fjöldi manns fylgir, að árásin á skólann hefði ekki gerst, að foreldrar barnanna sem þar létust væru leikarar og að allt hefði þetta verið skáldað upp af djúpríkinu til að taka byssur af bandarískum almenningi. Þórhildur Ólafsdóttir fjallar í dag um málaferlin gegn Alex Jones.