Afdrifarík heimsókn en engin tilviljun
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fór til Taívan. Stutt heimsókn sem hefur reynst sérstaklega afdrifarík. Kínverjar eru sármóðgaðir og reiðir og Taívanir óttast um öryggi sitt. Var þetta með ráðum gert? Hvers vegna ættu Bandaríkjamenn að vilja rugga bátnum gagnvart Kína með þessum hætti? Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri? Hver gæti fórnarkostnaðurinn verið?