Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Umræðurnar með skrítna nafnið - Eldhúsdagsumræður - fóru fram á Alþingi í gær. Tveir þingmenn frá hverjum flokki stíga í pontu, engin andsvör, engar spurningar, bara einn af öðrum með ræðu um stefnu ríkisstjórnar, fjármál og störf Alþingis, svona hálfgerða spariræðu. Það þarf stundum að taka til í eldhúsinu og koma hlutunum á hreint. Eldhúsdagsumræðurnar í gær fóru fram undir taktföstum köllum mótmælenda á Austurvelli. Sextán þingmenn tóku til máls í fyrri og seinni umferð. Í þættinum förum við yfir fyrri umferðina, lengri ræðurnar. Í eldhúsdagsumræðum eru það ekkert endilega formenn flokka eða ráðherrar sem tala heldur gjarnan óbreyttir þingmenn. En í þetta sinn tóku þó bæði ráðherrar og formenn flokka til máls. Eyrún Magnúsdóttir stýrir þætti og tók saman brot úr ræðum þingmanna. Ræðumenn flokkanna voru Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland, Guðrún Hafsteinsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson