,,Ísland er friðarskjól fyrir falsfréttir og barnaníðsíður"
Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:
Fjölmörg dæmi hafa komið upp í löndunum í kringum okkur þar sem samfélagsmiðlar leika lykilhlutverk í óeðlilegum afskiptum af lýðræðislegum kosningum. Það ógnar þjóðaröryggi líka hér á Íslandi að hægt sé að beita klækjabrögðum á samfélagsmiðlum til að koma fólki til valda. Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar segir Ísland með alltof veika löggjöf til að girða fyrir hætturnar. Þóra Tómasdóttir talaði við hann.