Sprengisandur 17.04.2022 - Viðtöl þáttarins

Bylgjan - Podcast készítő Bylgjan

Kategóriák:

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í dag eru gestirnir aðeins tveir. Í fyrrihlutanum er rætt við Drífu Snædal forseta ASÍ um ástandið í verkalýðshreyfingunni. Drífa hefur legið undir harðri gagnrýni félaga sinna og ekki hafa síðustu atburðir á skrifstofum Eflingar auðveldað henni lífið, við förum yfir þessa atburðarás, þessa miklu gagnrýni  og þau áhrif sem hún hefur á forsetann og hennar störf.  Í seinni hluta þáttar kemur maðurinn sem situr stundum gegnt Drífu við samningaborðið en það er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Hugurinn er látinn reika um ábyrgð fyrirtækja á góðu samfélagi, um mikilvægi jöfnuðar og vinnumarkað sem verður æ háðari erlendu vinnuafli svo fátt sé nefnt.