Sprengisandur 08.08.2021 - Viðtöl þáttarins

Bylgjan - Podcast készítő Bylgjan

Kategóriák:

Frosti Logason leysir Kristján Kristjánsson af og stýrir kraftmikilli umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um baráttuna við veiruna en hann segir að tímabært sé að leyfa veirunni að mynda hjarðónæmið. Katrín Baldursdóttir oddviti Sósíalista í Reykjavík Suður og Einar Kárason rithöfundur og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar um sósíalismann en sósíalistar segjast vilja skipta út samkeppni fyrir samvinnu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna og þingmaður í Norðausturkjördæmi, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og Birgir Ármannsson þingmaður úr Reykjavík og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins ræða um stöðu flokka í aðdraganda kosninga.  Pálmi Einarsson iðnhönnuður og hampbóndi á bænum Gautavík í Berufirði um hampinn en nú eru íslensk útgerðarfélög farin að skoða nýtingu hamps.