#37 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir - Krabbavörn í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjar - mannlíf og saga - Podcast készítő Vestmannaeyjar - mannlíf og saga
Kategóriák:
Í þrítugasta og sjöunda þætti er rætt við Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur um líf hennar og störf. JóhannaLilja ræðir við okkur um fjölskylduna, listina, æskuna, Brakka genið BRCA, brjóstnámið og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Heimildir eru fengnar úr grein sem Kristín Valtýsdóttir skrifaði fyrir hönd stjórnar Krabbavarnar og einnig af Facebook síðu félagsins.Ég hvet alla sem geta, að styrkja Krabbavörn. Krabbavörn er mjög þarft félag og er það ómetanlegur styrkur og stoð sem það veitir þeim sem veikjast af krabbameini.Reikningsnúmer Krabbavarnar er : 582-26-2000kennitala Krabbavarnar er : 651090-2029Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.