Sumarsögur

Sumargjöf Rásar 2 - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

„Ég er hvorki tófusprengur né skylmingaþræll,“ segir Þorsteinn Davíð Stefánsson, lögregluþjónn á Ísafirði, í stuttu viðtali í upphafi þáttar. Hann ræðir störf lögreglunnar og áhugamál sín. Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, ræðir meðal annars æskuárin á Húsavík, svaðilför á Snæfellsjökul og útilegu með systur hennar þar sem einungis mátti tala saman í bundu máli. Feðgarnir Ágúst Guðjónsson og Guðjón Ragnar Jónasson fara um víðan völl. Þeir ræða sveit og borg, sumarvinnu ungmenna og ferðir þeirra feðga um Suður-Jótland og Þýskaland. Umsjón: Jakob Birgisson