Spilverk þjóðanna - Hlynur Einarsson og Tryggvi Dór Gíslason
Sumargjöf Rásar 2 - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Spilverk Þjóðanna hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ í íslensku tónlistarlífi. Hlynur Einarsson og Tryggvi Dór Gíslason fara yfir feril þessarar merku sveitar með dyggri aðstoð meðlima hennar, þeirra Egils Ólafssonar, Sigrúnar Hjálmtýrsdóttur (Diddúar), Sigurðar Bjólu Garðarssonar og Valgeirs Guðjónssonar. Þættirnir eru á dagskrá strax að loknum hádegisfréttum á Jóladag og á öðrum degi jóla. Spilverk Þjóðanna var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í upphafi 8. áratugarins, gaf út fjölda hljómplatna sem margar hverjar þykja einhverjar þær bestu sem gefnar hafa verið út á Íslandi. Tónlistin er fjölbreytt og hæfileikar hljómsveitarmeðlima skýna í gegn í laga og textasmíðum þeirra og söngurinn er engu líkur. Í þáttunum eru spiluð lög af öllum plötum Spilverksins, hljómsveitarmeðlimir segja sögur og í lok seinni þáttarins fá tvö ný lög að hljóma sem ekki hafa komið áður fyrir eyru almennings. Þátturinn var á dagskrá Rásar 2 2018