Viðlagakassinn, Trukkaveitan, sprengidagsspeki og pistill umhverfissálfræðings
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Eru til 12 lítrar af vatni á hvern heimilismeðlim, þurrmatur, hleðslubanki, prímus. Hér á landi er lagt upp með að fólk geti bjargað sér í þrjá daga ef neyðarástand skapast og innviðir bresta, til dæmis vegna náttúruhamfara. Við ætlum að ræða viðlagakassann við Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, ekki síst í ljósi yfirstandandi hamfara á Reykjanesskaganum. Trukkaveitan - hvað er nú það? Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum ræðir þetta við okkur. 1800 tonn af heitu vatni á 10 tankbílum sem fóru um 140 ferðir með fulla tanka af 80 gráðu heitu vatni koma við sögu og úrræðagóðir veitustarfsmenn. Í dag er sprengidagur og eflaust margir hlustendur saddir og sælir eftir hádegismatinn. Við ætlum í tilefni dagsins að rifja upp viðtal frá árinu 2010 þar sem rætt var við Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, um sprengidag, saltkjöt og baunir fyrir Síðdegisútvarpið á Rás 2. Við fáum svo pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.