Vasinn hennar Lísu og fleiri forvitnilegir munir, að úða garðinn eða úða ekki, málfar og upptaka úr safni RÚV
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Það leynast gjarnan gamlir, mögulega verðmætir hlutir á heimilum landsmanna sem forvitnilegt væri að heyra af. Þjóðminjasafnið hefur stundum boðið fólki að koma með slíka muni, sem kunnáttumenn skoða. Sjálfsagt eru margir hér á landi sem hafa séð breska þáttinn Antik roadshow, þar sem vel er mætt með alla vega hluti, sagðar sögur og fá verðmat. Við ræðum við Lilju Árnadóttur fyrrverandi sérfræðing hjá Þjóðminjasafni Íslands eftir skamma stund. Að úða eða úða ekki - það er spurning sem brennur á mörgum. Við ætlum að ræða garðaúðun við Ísak Sigurjón Bragason, sérfræðing hjá umhverfisstofnun. Svo förum við 16 ár aftur í tímann og kynnumst starfsemi verslunarinnar Brynju við laugaveg, en árið 2008 átti verslunin, sem nú er hætt, 90 ára afmæli. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður, miðlaði stemmningunni í versluninni og ræddi við starfsfólk og fastakúnna. Tónlist: JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi. ÁSGEIR TRAUSTI - Myndir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.