Vannærð börn á Gaza, vegamál og upplýsingatækni, málfar og vísindaspjall

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við sáum og heyrðum fréttir í gær af skelfilegu ástandi á Gaza þar sem komið hefur í ljós að hlutfall vannærðra barna hefur stóraukist undanfarið. 1 af hverjum 6 börnum undir tveggja ára í norðurhluta Gaza glímir við bráðavannæringu eins og það er orðað. Við ætlum að ræða þessi mál við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Við ætlum líka að tala um eftirlit með vegum landsins, umferð, hraða og færð og hvernig tæknin hefur stórbætt aðgengi að upplýsingum. Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar ræðir við okkur. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.