Ungliðahreyfingar gagnrýna útlengindalög, staða hafsins og vísindaspjall

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Þrettán íslenskar ungliðahreyfingar krefjast þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Þau fordæma breytingarnar sem á að gera á útlendingalögunum og krefjast þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi. Við ræddum við Árna Kristjánsson frá ungliðahreyfingu Amnesty og Aníta Soley Scheving frá Andófi. Nýlega var birt skýrsla um stöðu hafsins víða um heim á vegum alþjóðahaffræðinefndarinnar. Við ræddum við Hrönn Egilsdóttur, sviðsstjóra hjá hafrannsóknastofnun og fulltrúa íslands í framkvæmdastjórn alþjóðahaffræðinefndarinnar um þær ógnir sem steðja að hafinu. Edda Olgudóttir kom svo í Vísindaspjall. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir. Tónlist frá útsendingarlogg 2024-09-05 KK BAND - Álfablokkin. Hjálmar - Yfir hafið.