Umhverfisráðstefnur gerðar upp, geðheilbrigðisþjónusta við einhverfa, faðmlög frá trjám
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Síðustu vikur höfuð við fengið regluleg innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar. Hún er nýkomin frá Aserbaísjan, þar sem hún tók þátt í COP 29 loftslagsráðstefnunni og fylgdist með því sem fram fór á henni. Þar á undan var hún á COP-ráðstefnu um lífræðilegan fjölbreytileika í Kólumbíu. Þorgerður María ætlar að setjast hjá okkur í byrjun þáttar og gera upp þessar ráðstefnur. „Ein af megin áskorunum í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi er skortur á samfelldri, samþættri og heildrænni geðheilbrigðisþjónustu og vísbendingar eru um að einhverfir fái ekki geðheilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum þeirra með árangursríkum hætti.“ Þetta stendur í nýrri skýrslu verkefnahóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem greindi stöðu mála og hefur nú skilað til ráðherra tillögum til úrbóta í þessum málaflokki. Helga Sif Friðjónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneyti, leiddi verkefnahópinn og hún ætlar að kíkja við og segja okkur frá þessu verkefni. Svo fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi, í lok þáttar. Tónlist úr þættinum: SUPERSPORT! - Upp í sófa (ásamt K. Óla). Big Red Machine - I Won't Run From It. LÚPÍNA - Ástarbréf.