Stóri Plokkdagurinn, Torg í borg, málfar og fjör og furðuverur í Austurstræti

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn. Þá flykkjast plokkarar víða um land út á götur, út í móa og í fjörur þessa lands með ruslapokana sína og plokktangir og tína rusl. Mikið rusl. Fleiri, fleiri tonn af rusli. Fyrir suma er plokk hluti af lífsstíl. Að gera samfélaginu gagn, njóta þess að vera úti og sjá árangur erfiðis síns. Það er Rótarý hreyfingin á Íslandi sem skipuleggur stóra plokkdaginn. Þar er verðandi umdæmisstjóri Jón Karl Ólafsson. við ræðum við hann. Við höldum áfram að fjalla um almannarými. og ætlum að fjalla um torg, Edda ívarsdóttir, borgarhönnuður ætlar að ræða við okkur um hugsunina á bak við þau, hvernig torg eru hönnuð og hvernig fólk notar þau. Sumarið er komið, farið að hlýna og plöntulíf og mannlíf að glæðast víða um land, í Austurstræti eru sölutjöldin komin upp, svört og í laginu eins og lítil hús og svo eru furðuverur á stjá í búningum, framhaldsskólanemar að dimmitera. Við heyrum líka eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur - um orðið einmitt. Tónlist: ÞURSAFLOKKURINN - Nútíminn. TRAVIS - Sing. Musgraves, Kacey - Deeper Well.