Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa, „leikskólavandinn“ í fjölmiðlum, málfar og Graf Zeppelin.
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Það koma hátt í 200 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar á þessu ári. Sem hlýtur að teljast ansi mikill fjöldi en í Ísafjarðarbæ búa um fjögur þúsund manns. Nú hefur Ísafjarðarbær unnið að gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa og kallar eftir athugasemdum vegna hennar á vef sínum. Samfélagið mælti sér mót við hafnarstjórann Hilmar K. Lyngmo og ræddi þessi mál við hann. Greining á fjölmiðlaumfjöllun um leikskóla á árunum 2020–2023 gefur skýrt til kynna að hart er tekist á um framtíð leikskólakerfisins á Íslandi. Við ætlum að fjalla um leikskóla, umönnunarbilið, heimgreiðslur og mammviskubit. Sunna Símonardóttir, nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, kemur til okkar en hún hefur undanfarið greint umfjöllun fjölmiðla um leikskólavandann svokallaða. Við heimsækjum líka Þjóðskjalasafn Íslands og ræðum þar við Hans Hreinsson skjalavörð um stórt verkefni sem hann er að vinna í þessa dagana. Póstsendingar með loftskipinu Graf Zeppelin koma þar við sögu meðal annars. Tónlist: KK OG MAGNÚS EIRÍKSSON - Hudson Bay. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).