Snerpa Power, öryggi smábátasjómanna, tíð og Ólympíuleikar
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við tölum við Írisi Baldursdóttur. Hún er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Snerpa Power sem hefur sérhæft sig í gerð hugbúnaðar sem gerir stórnotendum rafmagns og öðrum þátttakendum á raforkumarkaði kleift að fullnýta lifandi gagnastrauma og sjálfvirkni til lækkunar á raforkukostnaði og stuðla að ábyrgri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda, eins og það er orðað í kynningu. Nú hefur Snerpa Power verið valið til að vera stofnaðili að norska rannsóknarsetrinu SecurEL, en tilgangur þess er að gera raforkukerfið betur í stakk búið til að styðja við kolefnisleysi. Nýsköpunarfyrirtækið Alda öryggi býður nú íslenskum smábátasjómönnum sérhannað öryggisstjórnunarkerfi fyrir smábáta endurgjaldslaust. Um er að ræða snjallforrit, sem er sagt nútímavæða, auðvelda og einfalda allt utanumhald öryggismála hjá smábátasjómönnum á stafrænan máta. Þeir Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Öldunnar og Gunnar Rúnar Ólafsson, þróunarstjóri Öldu öryggi spjalla við okkur um öryggi sjómanna. Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður í heimsókn. Hann ætlar að tala við okkur um Ólympíuleikana sem verða settir í París þann 26. júlí næstkomandi.