Skemmtiferðaskipin koma, háskólamál - fleiri með gráðu en færri af þeim sem byrja útskrifast, nemendur GRÓ-skólanna hittast í Kampala í Úganda

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Og það eru um 90 önnur á leiðinni í hátt í 260 ferðum. Þeim fylgja hundruð þúsunda farþega. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna ætlar að ræða við okkur á eftir um komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og segja okkur frá nýrri farþegamiðstöð sem brátt mun rísa á Skarfabakka. Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur sem sýna að brautskráningar meistaranema náðu nýjum hæðum á árunum 2021 - 2022. Fleiri geta veifað háskólagráðu en á sama tíma fjölgar í hópi þeirra sem hefja háskólanám en hafa - að tíu árum liðnum ekki útskrifast - eru lengi á leiðinni að markinu eða ná því aldrei. Við ætlum að ræða brautskráningar, lokaritgerðir, reiknilíkön og fleira við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Við förum svo til Úganda en í áratugi hefur sérfræðingum frá þróunarlöndum verið boðið að koma til Íslands til að læra og nema innan GRÓ skólanna svokölluðu. Það eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn. Nýverið komu nemendur skólanna í Úganda saman í Kampala til að tengjast betur svo sérfræðiþekking þeirra nýtist enn betur til framþróunar og uppbyggingar innanlands. Fulltrúi Samfélagsins, Þórhildur Ólafsdóttir, leit við á fundinum og ræddi við Þór Heiðar Ásgeirsson, forstöðumann Sjávarútvegsskólans.