Rökrætt um fósturskimanir, nýjar krabbameinsrannsóknir og málspjall
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í dag standa tvö ráðuneyti, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fyrir málþingi um fóstur- og nýburaskimanir. Markmiðið er að skapa þarna samtalsvettvang um þessi mál og hvaða hvaða tækifæri og áskoranir fylgja tækniframförum á þessu sviði. Þarna verða líka rædd ýmis siðferðileg álitamál sem tengjast fóstur og nýburaskimunum. Til að ræða þetta fáum til okkar Rannveigu Traustadóttur prófessor og forstöðumann Rannsóknaseturs í fötlunarfræði hjá Háskóla Íslands og Henry Alexander Henryson, doktor í heimspeki við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Í dag er alþjóðlegur dagur krabbameinsrannsókna - og af því tilefni býður Krabbameinsfélagið til málþings þar sem fjallað verður um niðurstöður nýjustu rannsókna á þessu sviði, mikilvægi þeirra og framfarir sem orðið hafa á grunni rannsókna. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í klínískri sálfræði og erfðafræði við Háskóla Íslands, Heiðdís Björk Valdimarsdóttir, prófessor við sálfræðideild HR og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, koma til okkar og fara yfir það helsta. Og í lok þáttar fáum við til okkar Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, í málspjall.