Nýjunar í siglingatækni, loftmengun í Reykjavík og stimpilklukka

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við ætlum að forvitnast um nýja tækni í siglingum og hvernig hægt er að minnka eldsneytisnotkun og þar með útblástur og tryggja betur öryggi á sjó. Karl Birgir Björnsson er einn stofnenda og framkvæmdastjóri íslenska sprotafyrirtækisins Hefring Marine, sem sérhæfir sig í slíkum lausnum en Karl fékk sérstaka viðurkenningu Sjávarklasans í gær fyrir árangur með nýsköpunarfyrirtæki. Í vikunni fór fram málþing í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sérfræðingar fóru yfir stöðuna hvað varðar loftmengun í Reykjavík. Milljónir deyja á heimsvísu á hverju ári af völdum loftmengunar og tugir hér á landi. Og á höfuðborgarsvæðinu gengur illa að uppræta hana. Samfélagið var á málþinginu. Við heyrum líka eina málfarsmínútu.