Lyfjatengd andlát, vímuefni, geðheilbrigði og olíudropar á COP29
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Síðustu daga og vikur hefur talsvert verið fjallað um lyfjatengd andlát. Landlæknir birti nýlega tölur sem sýndu að árið 2023 urðu 56 andlát á Íslandi sem rekja mátti til eitrunar vegna ávana- og fíkniefna. Ein manneskja sem lést af völdum lyfjaeitrunar í hverri einustu viku, allt árið 2023, og rúmlega það. Þessi andlát eru birtingamyndir vandamála í heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, velferðarkerfinu, og víðar, og í dag fjöllum við um þessi vandamál. Við ræðum við Kristínu I. Pálsdóttur, framkvæmdarstjóra Rótarinnar og formann starfshóps um endurskoðun á stefnu um áfengis og vímuvarnir, og Grím Atlason, framkvæmdarstjóra Geðhjálpar. Við könnum líka hinar ýmsu hliðar COP-loftslagsráðstefnunnar í Baku í Aserbaídjan, í gegnum tvo pistla – annars vegar frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar sem er á ráðstefnunni, og hins vegar Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins. Tónlist úr þættinum: Marcin Wasilewski - Roxana's song. Marcin Wasilewski - Hyperballad.