Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda, Flöff og endurvinnsla textíls, dularfullt efni í vatni
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Loftslagsráð segir að þáttaskil þurfi að verða í framkvæmd loftslagsaðgerða. Ný, uppfærð aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum dugar ekki til að mati ráðsins sem segir skýra langtímasýn og hugrekki mikilvægt og pressan sem hvílir á herðum næstu ríkisstjórnar. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, ræðir þetta við okkur. Undanfarið höfum við fjallað talsvert um fatnað og textíl og áhrif hans á umhverfið. Hingað til höfum við svolitið verið að einblína á vandamálin í þessum málaflokki, en í dag ætlum við að skoða mögulegar lausnir. Við ræðum við þær Ólöfu Jóhannsdóttur og Sæunni Kjartansdóttur frumkvöðla hjá Flöff sem eru að fara af stað með tilraunaverkefni sem tengist endurvinnslu textílúrgangs. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins fjallar um vatn í innslagi dagsins og óvænt efni sem fannst í drykkjarvatni í Bandaríkjunum á dögunum. Tónlist: NICK CAVE AND THE BAD SEEDS - Dig Lazarus, Dig!. ÓLAFUR KRAM - Aumingja Þuríður. Lana Del Rey - Video Games.