Lífsferill bygginga, barnamatur og pistill Páls Líndal

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við ætlum að tala um það sem er kallað lífsferilsgreining bygginga en slík greining verður hluti af byggingarreglugerð þar sem mælt verður kolefnisspor mannvirkja yfir lífsskeið þeirra. Og nú er formlega hafið aðlögunartímabil vegna breytinganna sem taka gildi 1. September 2025 - eftir eitt og hálft ár. Það verður seint sagt að byggingareglugerðir séu einfaldar - þær eru mjög flóknar en við ætlum að ræða þessar tilteknu breytingar við tvo sérfræðinga í þessum málum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Þóru Margréti Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra mannvirkja og sjálfbærni og Elínu Þórólfsdóttur, arkitekt og sérfræðing í vistvænni mannvirkjagerð. Í flestum verslunum er hægt að finna litríkt svæði með tilbúnum mat ætluðum börnum - kívískvísur, jarðarberja- og bananasnakk, maísmauk og grautarmjöl. Rannsóknir sýna að markaður með þennan mat er síkvikur - framboðið breytist ár frá ári og sykurmagnið - það eykst. Birna Þórisdóttir, lektor í næringarfræði við HÍ, hefur síðastliðin ár gert sér ferðir í verslanir og tekið út barnamatsganginn, talið vörur og skoðað innihaldslýsingar. Hún ræðir við okkur á eftir. Við heyrum svo pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.